Færsluflokkur: Bloggar

Guð blessi sjónvarpið.

Ég var staddur á elliheimili um daginn þar sem gamla fólkið bíður, eftir fréttunum, eftir matnum, eftir baðinu.  Allavegna allir alltaf að bíða.

Ég settist niður og beið með nokkrum körlum, þeir voru að horfa á Frægir í Formi en voru að bíða eftir einhverjum öðrum þætti.  Þetta var bara nokkuð heimilisleg upplifun enda innrammað Guð Blessi Heimilið fyrir ofan tækið, Guð úr tækinu, eða Guð í tækinu.  Þú ert enginn ef þú ert ekki í sjónvarpinu sagði ný dæmdur morðingi og veðurfréttakona eftir að hún myrti eiginmanninn sem henni fannst vera fyrir framanum í tækinu.  Sem betur fer komast allir sem vilja í sjónvarpið á Íslandi.

jæja

Þá birtist hinn eitur hressi Þorgrímur Þráinsson og sagði frá því að hann hafi lent í fjárdrætti í Vestmannaeyjum.  Þetta þótti okkur fyndið þar sem það það Árni Johnsen sem skipulagði óvissuferð fyrir hópinn og hluti af þeirri ferð var að koma nokkrum rollum niður af eyju.

Það er hægt að lenda í ýmsu í Vestmannaeyjum enda fólkið sem býr þar að 1/6 hluta alsírskir nauðgarar og sjóræningjar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband